Stjórnandi og undirleikari

Stjórnandi kórsins er Stefán R. Gíslason

Hann hóf tónlistarnám við tónlistarskóla Skagafjarðar og tók síðan kantorspróf við Tónskóla þjóðkirkjunnar í kórstjórn. Þá tók Stefán einleikarapróf á orgel við Tónlistarskólann á Akureyri.
Ásamt því að leiða Karlakórinn Heimi nær óslitið frá árinu 1985, semja lög og útsetja fer Stefán landshorna á milli með hinum ástsælu Álftagerðisbræðrum og stjórnar meðal annars kirkjukór Glaumbæjar og Víðimýrarkirkju.

Undirleikari okkar, Tómas Randal Higgerson, hóf ungur tónlistarnám í Bandaríkjunum, lauk license d'enseignement gráðu í píanóleik 1975 við Ecole Normale de Musique í París, bachelorgráðu í tónmennt við Southern illinois Universty at Carbondale og loks doktorsprófi 1992 við University of Illinois at Urmana-Campain. Hann hlaut fyrstu verðlaun í tónlistarkeppninni Artist Presentation í St.Lois,Missouri árið 1985. Hann starfaði sem undirleikari, kórstjóri og organisti í Bandaríkjunum 1983 – 1990. Hann hefur verið aðalundirleikari Karlakórsins Heimis frá 1991 og kennari við Tónlistarskóla Skagafjarðar frá sama tíma. Tómas er einnig stjórnandi og undirleikari hjá Rökkurkórnum í Skagafirði.  Hann hefur einnig útsett tónlist bæði fyrir Heimi og Rökkurkórinn.