Sagan

Karlakórinn Heimir, Skagafirði var stofnaður í lok desember árið 1927. Stofnendur hans komu flestir úr litlum kór og var hann nefndur Bændakór. Hann var í framhéraði Skagafjarðar og starfaði í 11 ár. Fyrstu árin störfuðu kórfélagar við mjög frumstæðar aðstæður. Það var æft heima á sveitabæjum þar sem orgel voru til staðar enda var nú ekki mikið um samkomuhús á þessum tímum. En félagsskapurinn stækkaði og áhuginn var mikill. Til æfinga fóru menn aðallega gangandi eða ríðandi en stundum fóru þeir einnig á skíðum. Voru þessar ferðir oft hættulegar og var það augljóst að margir lögðu mikið á sig til að geta verið með í söngnum.
Fyrsti söngstjóri kórsins var Gísli Magnússon frá Eyhildarholti, á eftir honum var tónskáldið Pétur Sigurðsson og á eftir honum kom Jón Björnsson, einnig tónskáld, frá Hafssteinsstöðum en hann stjórnaði Heimi í nærri því 40 ár. Það hafa margir aðrir söngstjórar stjórnað kórnum í gegnum tíðina og þeirra er og margvígslegs fróðleik er getið í samantekt Konráðs Gíslasonar: „Söngur í 60 ár“.  Stefán R. Gíslason stjórnaði kórnum nær óslitið frá árinu 1985 utan 2010-2012 þegar Helga Rós Indriðadóttir tók við tónsprotanum og 2014-2015 stjórnaði Sveinn Arnar Sæmundsson kórnum.  
Undirleikari til fjölda ára er dr. Thomas R Higgerson píanóleikari.