Sumarstarf

Karlarnir í Heimi eru vanir að ganga frá rauða jakkanum eftir Sæluviku og hugsa ekki um hann fyrr en á jólum þegar þeir henda honum í hreinsun með  jólafötunum svo hann verði klár á Þrettándanum. En nú ber svo við að fjöldi verkefna liggja fyrir um hábjargræðistímann.  

Helgina 24-26  júní skjótumst við austur á land og komum fram á Hallormstað, Eskifirði og á Vopnafirði.  Fimmtudaginn 30 júní tökum við þátt í setningu Landsmóts Hestamanna á Hólum í Hjaltadal og laugardaginn 9 júlí syngjum við í afmæli Vesturfarasetursins á Hofsósi.

Brjálað að gera og bara gaman!

Subscribe to Karlakórinn Heimir RSS