Fréttir

Suðurferð Heimis vorið 2018

Heimir heldur suður á bóginn á næstunni, haldnir verða tónleikar á Akranesi 9. Mars kl. 20:30 í Tónbergi og 10. Mars kl. 14:00 í Langholtskirkju.

Tónleikar í Glerárkirkju

Þá er komið að næstu tónleikum hjá okkur. Þeir verða á Akureyri 3. Mars næstkomandi í Glerárkirkju kl. 20:30.

Karlakórinn Heimir níræður

Kórinn varð níræður þann 28 des. síðastliðin.  Af því tilefni komu kórfélagar saman í Miðgarði, rifjuðu upp söguna og áttu góða stund saman.
Stórafmæli sem þessu ber að fagna og má búast við viðburðum því tengdu á næstunni.

Svíða, sveið, sviðum, sviðið!

Skemmtikvöld - Sviðaveisla í ýmsum útgáfum.
Sjá nánar hér

Vetrarstarf hafið

Fyrsta æfing vetrarins mánudaginn 16 okt. kl. 20:00
Vetrardagskráin verður kynnt fljótlega.

Athugið að myndir frá ævintýrum Heimis í Kanada síðastliðið sumar má finna á Facebook síðu kórsins:
https://www.facebook.com/KarlakorinnHeimir/

Starfsári lokið

Eftir viðburðarríkt starfsár tökum við nú hlé fram á haust.
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!

Ekki slegið slöku við!

Karlakórinn slaufar Sæluviku með stórtónleikum í Miðgarði þann 6. maí næstkomandi.
Sjóðheitir úr söngferð til Kanada bjóðum við Sæluvikugestum upp á vandaða dagskrá með valinni strengjasveit og úrvals einsöngvurum.

 

Söngferð

Karlarnir eru komnir til Kanada og gista í Vancouver þessa dagana.
Ferðalagið gekk vel og allir heilir.

Þeim sem vilja fylgjast með ferðalaginu er bent á Facebook síðu kórsins.

Harpa

Fjöldi manns lagði leið sína í Hörpu til að hlýða á skemmtun Heimismanna. Náði bílaröð gestanna fleiri hundruð metra eftir Sæbrautinni og má því segja að heimsókn Heimismanna í höfuðborgina hafi valdi umferðartruflunum.  Hér er hægt að nálgast frásögn frá samkomunni:  Heimir í Hörpu

Næsta verkefni kórsins er í Kanada, en til stendur að heimsækja frændfólk okkar í Vesturheimi og færa þeim skemmtun og gleði.

Vestur um haf í Hörpu 25. mars

Tónleikar í Höfðaborg og Hólaneskirkju eru að baki og næst verður komið við í höfuðstaðnum áður en flogið verður til Vesturheims í apríl og Íslendingaslóðir í vesturhluta Kanada heimsóttar með fríðu föruneyti.
Áheyrendur létu vel af flutningnum og er ekki ónýtt fyrir kórmenn að hafa það með sér í vegarnesti.

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur Hátíðardagskrá tileinkaðri Vesturförum og afkomendum þeirra í Hörpu þann 25. mars næstkomandi og hlökkum til að sjá sem flesta þar.  Sjá hér:  Vestur um haf

Subscribe to RSS - Fréttir