Sæluvika

Kæru Heimisvinir

 Um þessar mundir er Sæluvika okkar Skagfirðinga, að þessu sinni verður hún að miklu leyti rafræn, sjá nánar á www.saeluvika.isþar má finna fjöldann allan af áhugaverðum viðburðum.

 Framlag okkar Heimismanna til Sæluvikunnar að þessu sinni er myndin Heimir til Vesturheims eftir Svein Sveinsson í Plúsfilm.  Í myndinni segir frá ferð okkar Heimismanna til Kanada árið 2017, sem var einkar vel heppnuð og skemmtileg.

Við mælum með því að fólk komi sér vel fyrir, best er að opna myndina í sjónvarpi eða stórum tölvuskjá, helst með góðu hljóðkerfi eða með almennilegum heyrnartólum – ekki verra að fá sér góðan kaffibolla eða jafnvel að blanda sér drykk að eigin vali í glas, halla sér aftur og njóta myndarinnar.

 Myndina má nálgast á þessari slóð: https://plusfilm.is/saeluvika2021/

 Við Heimismenn óskum ykkur öllum gleðilegrar Sæluviku og hvetjum ykkur til að njóta þess sem hún hefur upp á að bjóða.

deild: