Dagskrá 2007 - 2008

[G2:684] Í tilefni tveggja stórafmæla, ef svo má segja, mun Karlakórinn Heimir efna til menningarlegrar stórveislu þetta starfsár.
 
6. október 2007 var þess minnst að 100 ár voru liðin frá fæðingu eins ástsælasta listamanns sem þjóðin hefur alið, Stefáns Guðmundssonar Islandi, frá Krossanesi, Vallhólmi í Skagafirði. Tveimur ártugum síðar og nokkrum vikum, þann 28. desember 1927, eftir að gulltenór Stefáns hafði hljómað nokkur ár yfir Hólminn og víðar í héraði tóku nokkrir vaskir karlar sig til og stofnuðu Karlakórinn Heimi. Söngvarar þroskast, ná hátindi og eldast, en kórar geta endurnýjast og enn er Heimir síungur þótt áttræður sé.

Eftir handriti Gunnars Rögnvaldssonar á Löngumýri, í útsetningum og undir stjórn  Stefáns R. Gíslasonar, við undirleik Thomas R. Higgerson og blásara úr symfóníuhljómsveit Norðurlands flytur kórinn með sínum hætti einstaka tónsýningu til heiðurs Stefáni Islandi, sem án vafa er einn mesti listamaður sem þjóðin hefur alið.
 
Sýningarstjórn er á hendi Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar, myndlistamanns, myndstjórn annast Sigríður Sigurðardóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga og Unnar Ingvarsson, héraðsskjalavörður. Sérstakur gestasöngvari með kórnum er Þorgeir Andrésson tenórsöngvari, en auk hans syngja okkar kæru félagar Óskar, Pétur og Sigfús Péturssynir. Lesarar eru Agnar Gunnarsson á Miklabæ og Hannes Örn Blandon á  Laugalandi í Eyjafirði.

Í sýningunni er rakin saga Stefáns, myndsýning um ævi og feril Stefáns skapar sviðsmynd og ramma sýningarinnar. Einsöngvarar ásamt karlakórnum flytja nokkur þeirra laga sem þekktust urðu með Stefáni, lög sem samin voru fyrir hann, texta um hann og verk sem marka á einhvern hátt þáttaskil í sögu hans. Þessum þáttum er fléttað saman í eina listræna heild. 

Dagskrá vetrarins er eftirfarandi:

22. desember

kl. 16:00

kl. 17:30

Skagfirðingabúð, Sauðárkróki

Dvalarheimili Sauðárkróki

28. desember kl. 20:30

80 ára afmælishátíð Heimis

5. janúar kl.20:30 Þrettándatónleikar -Stefán Íslandi

19 janúar

kl. 15:00

Glerárkirkja - Stefán Íslandi

25. janúar kl. 20:30 Reykholtskirkja - Stefán Íslandi
26. janúar kl. 16:00 Langholtskirkja - Stefán Íslandi
14. febrúar   Aðalfundur
23.febrúar kl. 15:00 Langholtskirkja-Stefán Íslandi
23 febrúar kl. 20:00 Akranes, Tónberg -Stefán Íslandi
1. mars

kl. 15:00

kl.20:00

 Eskifjarðarkirkja- Stefán Íslandi

 Egilsstaðakirkja- Stefán Íslandi

3. maí   Sæluvikutónleikar, nánar síðar