Sæluvika - Kórbrass
Karlakórinn Heimir tók þátt í tónleikum Málmblásarasveitar Norðurlands í Miðgarði, Kórbrass. Blásararnir voru einir á sviðinu fyrir hlé og fóru víða í lagavali. Eftir hlé stormuðum við á pallana og tókum með þeim innganginn að Zaraþústra. Þá tókum við 3 lög einir og sér áður en þeir sameinuðust okkur á ný í ekki ómerkari lögum en Va Pensiero, Brennið þið vitar, og Finlandia sem kynnir fræddi okkur á að væri þjóðsöngur Bíafra ! (Og hvað haldiði, hann var ekki að bulla í okkur, eins og má sjá og heyra hér)
Lokalagið á dagskránni var ekki ómerkari "þjóðsöngur", en þá fluttum við Skagafjörður með lúðraþyt og söng.
Áheyrendur voru ánægðir með tónleikana, fannst þetta öðruvísi upplifun og mjög kraftmikil, enda vorum við lafmóðir eftir að hafa tekið vel á því móti blásurunum. Myndir frá viðburðinum eru í myndasafni, eða smella hér
Næst kemur kórinn fram á Friðriksvöku, en þar verðum við frekar óformlegir og tökum nokkur lög úr myndum Friðriks Þórs kvikmyndagerðarmanns.