Sæluvikutónleikar

Kórfélagar fjölmenntu á Friðriksvöku í Miðgarði og fylgdust með Friðriki Þór og Árna Gunnarssyni ræða við gesti sína í notalegu sófaumhverfi um verk Friðriks og skagfirska tengingu í einkalífi og myndum hans.  Kórinn kemur við sögu í mörgum myndum hans og þótti við hæfi að við tækjum nokkur lög.  Þá var hann heiðraður af Sveitarfélaginu Skagafirði og við enduðum dagskrána með því að syngja Skagafjörð.

Laugardaginn 1. maí verða Sæluvikutónleikar í Miðgarði.  Það eru Heimir og Rökkurkórinn sem bjóða til sín karlakór og blönduðum kór.  Að þessu sinni eru það Karlakór Hreppamanna og Söngsveit Hveragerðis undir stjórn Margrétar Stefánsdóttur, eða Möggu í Víðidal.  Dagskráin hefst kl. 20:30 og stendur fram eftir kvöldi, en að henni lokinni leikur hljómsveit Geirmundar fyrir dansi.  Aldurstakmark á dansleik er 18 ár.  Miðaverð á söngskemtun er kr.2500.- og kr. 2000 á dansleikinn.

 

deild: