Starfsári lokið
Allt fór vel fram nú um helgina, kórarnir buðu upp á kraftmikla og skemmtilega dagskrá og í lok tónleikana voru allir kórarnir kallaðir upp á svið í einu og fluttu sameiginlega 2 lög. Geirmundur spilaði fyrir dansi fram eftir nóttu og var ekki annað að sjá en að kórfólk og aðrir dansleiksgestir skemmtu sér hið besta..
Nú eru Sæluvikutónleikar að baki og í næstu viku ljúkum við starfsárinu með veglegri árshátíð. Ekki er ólíklegt að kórinn verði kallaður saman fyrir Landsmót hestamanna á Vindheimamelum í sumar en aðrir viðburðir eru ekki í farvatninu svo að vitað sé.