Fyrsta æfing vetrarins
Það var glatt á hjalla í Miðgarði þegar Heimismenn hittust á fyrstu æfingu vetrarins. Heimtur eru allgóðar, en ekki sást til nýliða á þessari æfingu, hvað svo sem síðar verður.
Nýja kórstýran okkar er mörgum kostum gædd og skiptir um hlutverk þegar henni hentar. Í kvöld var það söngkennarinn Helga Rós sem rifjaði upp með okkur grundvallaratriði í öndun og beitingu andlitsvöðva. Voru menn mis frýnilegir framan af æfingu, en hjá flestum var þetta þó fljótt að koma. Svo var rennt gegnum 3 ný lög, þ. e. a. s. ný í eyrum þeirra yngri og óreyndari, en reynsluboltarnir töldu sig þekkja þau ágætlega.